Persónuverndarstefna

LML Lögmenn leggja ríka áherslu á að tryggja og virða réttindi einstaklinga við meðferð og vinnslu persónuupplýsinga. Félagið er löginnheimtufyrirtæki og telst vera ábyrgðaraðili vegna vinnslu þeirra persónuupplýsinga sem félaginu er afhent af kröfuhöfum. Því byggir vinnslan á lögmætum hagsmunum í samræmi við 6. tl. 9. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Þær persónuupplýsingar sem félagið vinnur með koma ýmist frá kröfuhöfum, þjóðskrá, Lögbirtingablaði og öðrum upplýsingaveitum sem halda til að mynda utan um vanskilaskráningar. Þá kann greiðandi einnig að afhenda upplýsingar í samskiptum við starfsmenn félaganna vegna meðferðar máls.

Helstu upplýsingar sem félagið vinnur með eru nöfn, kennitölur, heimilisföng, netföng, símanúmer, skráningarnúmer bifreiða, fasteignanúmer og vanskilaskráningar. Upplýsingarnar eru geymdar eins lengi og þörf er á vegna meðferðar máls og í samræmi við kröfur annarra laga, svo sem laga um bókhald nr. 145/1994 og laga um tekjuskatt nr. 90/2003.

Ef nauðsynlegt reynist að afhenda þriðja aðila gögn, svo sem kröfuhöfum, lögmönnum, opinberum aðilum eða öðrum samstarfsaðilum mun sú afhending fara fram á grundvelli vinnslusamnings.

Viðkvæmar persónuupplýsingar eru að meginstefnu ekki varðveittar. Ef til kemur að varðveita þurfi viðkvæmar persónuupplýsingar er það gert með samþykki greiðanda sem getur ávallt dregið samþykkið til baka.

Vinnsla félagsins er almennt ekki byggð á sjálfvirkri ákvarðanatöku þó slíkt sé heimilt við mat á því hvernig vinnslu mála skuli framhaldið. Það hefur ekki áhrif á réttindi eða skyldur greiðenda.

Greiðandi á rétt á því að fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar er geymdar sem og að fá leiðréttingu þeirrar skráningar ef um rangar upplýsingar er að ræða. Í vissum tilfellum getur greiðandi átt rétt á því að tilteknum upplýsingum verði eytt þrátt fyrir að tímamarki geymslu hafi ekki verið náð. Þá getur greiðandi óskað eftir því að upplýsingum sé eytt ef geymsla þeirra er ekki nauðsynleg til að halda uppi kröfu eða uppfylla lagaskyldu. Greiðandi getur átt rétt á því að vinnsla sé takmörkuð við tilteknar upplýsingar. Þá getur greiðandi veitt félaginu sérstaka heimild til að vinna með upplýsingar og dregið heimildina til baka að vinnslu lokinni. Hægt er að senda fyrirspurnir um vinnslu persónuupplýsinga og réttindi greiðanda á netfangið lml@lml.is Afgreiðsla slíkra fyrirspurna getur tekið allt að 30 dögum. Tilkynning um að afgreiðslu sé lokið verður send á uppgefið tölvupóstfang og getur greiðandi þá sótt afrit gagnanna, gegn framvísun persónuskilríkja, á skrifstofu okkur innan tveggja mánaða. Verði afritin ekki sótt innan framagreinds tímafrests verður þeim eytt.

Í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga er einstaklingum heimilt að beina kvörtun eða erindi til Persónuverndar. Þá má finna ýmsan fróðleik, upplýsingar og leiðbeiningar um réttindi og skyldur skráðra aðila á heimasíðu Persónuverndar, www.personuvernd.is