Gjaldskrá LML Lögmanna

Lögum samkvæmt ber að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu lögmanna. Því leggst virðisaukaskattur á alla gjaldaliði í gjaldskránni.

Þóknun fyrir önnur lögmannsstörf tekur mið af gjaldskrá hverju sinni, nú kr. 25.000 pr. klst.

Gjaldskrá þessi gildir frá útgáfudagsetningu og getur breyst án fyrirvara.

  1. gr. Innheimtuþóknun

    1. Í málum þar sem send eru út löginnheimtubréf er greitt fast gjald að viðbættu hlutfalli af höfuðstól.

      Grunngjald innheimtuþóknunar er kr. 8.900 að viðbættum:

      • 25 % af fyrstu kr. 95.000
      • 20% af næstu kr. 90.000
      • 15% af næstu kr. 555.000
      • 10% af næstu kr. 850.000
      • 5% af næstu kr. 3.000.000
      • 3% af næstu kr. 50.000.000
      • 2% af því sem umfram er

      Með ítrekun löginnheimtubréfs bætist við kr. 5.000 á ofangreint gjald.

    2. Í málum þar sem stefnt hefur verið fyrir héraðsdómi, sem lýkur án aðalmeðferðar með sátt, áritun eða greiðslu fyrir eða eftir þingfestingu.

      Grunngjald innheimtuþóknunar er kr. 25.000 að viðbættum:

      • 15% af fyrstu kr. 1.500.000
      • 10% af næstu kr. 2.000.000
      • 5% af næstu kr. 8.500.000
      • 3% af næstu kr. 50.000.000
      • 2% af því sem umfram er.
    3. Í málum þar sem stefnt hefur verið fyrir héraðsdómi og fara í aðalmeðferð greiðist grunngjald kr. 25.000 auk tímagjalds skv. gjaldskrá.

    4. Fyrir ritun beiðna svo sem beiðni um aðför, nauðungarsölu, afturkallanir, gjaldþrotaskiptabeiðnir og frestun greiðast kr. 12.500

    5. Fyrir frestun án mætingar greiðast kr. 5.000

    6. Fyrir ritun greiðsluáskorunar eða kröfulýsingar greiðast kr. 12.500

    7. Ritun riftunarskeytis kr. 12.500

    8. Fyrir ritun réttarsáttar greiðast kr. 12.500

    9. Fyrir áminningarbréf greiðast kr. 950

    10. Fyrir hvert mót hjá sýslumanni og í héraðsdómi greiðast kr. 12.500

    11. Fyrir akstur innan höfuðborgarsvæðisins greiðast kr. 3.200

    12. Fyrir hverja uppflettingu í vanskilaskrá greiðast kr. 2.000

    13. Fyrir hverja uppflettingu í hlutafélagaskrá greiðast kr. 2.500

    14. Fyrir hverja eignaleit greiðast kr. 2.500

    15. Fyrir aðrar uppflettingar greiðast kr. 3.000

  2. gr. Uppgjör við kröfuhafa

    1. Að meginreglu er það greiðandi kröfu sem greiðir innheimtukostnað skv. 1. gr. og skulu greiðslur ráðstafast með eftirfarandi hætti:

      1. Fyrst til greiðslu þóknunar og kostnaðar
      2. Næst til greiðslu vaxa
      3. Síðast til greiðslu höfuðstóls
    2. Kröfuhafi greiðir ávallt dæmdan málskostnað sem og grunngjöld skv. 1. gr. í málum þar sem löginnheimta reynist árangurslaus innan 120 daga.

    3. Heimilt er að innheimta ofangreind gjöld af kröfuhafa eftir að til þeirra hefur verið stofnað, hafi greiðandi ekki greitt eða samið um greiðslu þeirra.

    4. Við uppgjör mála er tekið tillit til þess kostnaðar sem þegar er greiddur af kröfuhafa

  3. gr. Virðisaukaskattur

    1. Við allar fjárhæðir samkvæmt gjaldskrá þessari bætist 24% vsk. í ríkissjóð.

Til viðbótar þóknunar skv. 1. gr. er gerð krafa um greiðslu alls útlagðs kostnaðar auk vaxta af útlögðum og áföllnum kostnaði.

Kópavogi, 28. mars 2022.