gr. Innheimtuþóknun
-
Í málum þar sem send eru út löginnheimtubréf er greitt fast gjald að viðbættu hlutfalli af höfuðstól.
Grunngjald innheimtuþóknunar er kr. 8.900 að viðbættum:
- 25 % af fyrstu kr. 95.000
- 20% af næstu kr. 90.000
- 15% af næstu kr. 555.000
- 10% af næstu kr. 850.000
- 5% af næstu kr. 3.000.000
- 3% af næstu kr. 50.000.000
- 2% af því sem umfram er
Með ítrekun löginnheimtubréfs bætist við kr. 5.000 á ofangreint gjald.
-
Í málum þar sem stefnt hefur verið fyrir héraðsdómi, sem lýkur án aðalmeðferðar með sátt, áritun eða greiðslu fyrir eða eftir þingfestingu.
Grunngjald innheimtuþóknunar er kr. 25.000 að viðbættum:
- 15% af fyrstu kr. 1.500.000
- 10% af næstu kr. 2.000.000
- 5% af næstu kr. 8.500.000
- 3% af næstu kr. 50.000.000
- 2% af því sem umfram er.
-
Í málum þar sem stefnt hefur verið fyrir héraðsdómi og fara í aðalmeðferð greiðist grunngjald kr. 25.000 auk tímagjalds skv. gjaldskrá.
-
Fyrir ritun beiðna svo sem beiðni um aðför, nauðungarsölu, afturkallanir, gjaldþrotaskiptabeiðnir og frestun greiðast kr. 12.500
-
Fyrir frestun án mætingar greiðast kr. 5.000
-
Fyrir ritun greiðsluáskorunar eða kröfulýsingar greiðast kr. 12.500
-
Ritun riftunarskeytis kr. 12.500
-
Fyrir ritun réttarsáttar greiðast kr. 12.500
-
Fyrir áminningarbréf greiðast kr. 950
-
Fyrir hvert mót hjá sýslumanni og í héraðsdómi greiðast kr. 12.500
-
Fyrir akstur innan höfuðborgarsvæðisins greiðast kr. 3.200
-
Fyrir hverja uppflettingu í vanskilaskrá greiðast kr. 2.000
-
Fyrir hverja uppflettingu í hlutafélagaskrá greiðast kr. 2.500
-
Fyrir hverja eignaleit greiðast kr. 2.500
-
Fyrir aðrar uppflettingar greiðast kr. 3.000